Þegar lífið kallar á breytingar
Það geta verið margar ástæður fyrir því að leita sér aðstoðar. Þú finnur kannski fyrir kvíða eða streitu, hefur lágt sjálfsmat eða upplifir einhvers konar lífskreppu. Kannski finnurðu fyrir því að gömul mynstur séu hætt að virka og þú finnur þörf til að skoða hlutina upp á nýtt.
Erfiðleikar sem vaxtartækifæri
Þótt það geti verið sársaukafullt að ganga í gegnum erfiðleika, þá fela þeir oft í sér falin tækifæri: Að skoða sjálfan sig, sambönd sín og gildi betur. Um leið og við þorum að vera forvitin um það sem særir, getum við uppgötvað nýjar hliðar á okkur sjálfum, dýpri sjálfsskilning og skýrari stefnu í lífinu.
Samtöl sniðin að þínum þörfum
Ég býð upp á samræður sem byggja á þínum þörfum og lífsaðstæðum, hvort sem þú ert að leita að stuðningi, skilningi eða raunverulegum verkfærum til breytinga. Markmiðið er að skapa öruggt rými þar sem við getum kannað saman hvað þarf til að þú dafnir og lifir í sátt við sjálfan þig.
Hér að neðan finnur þú nokkur þemu sem ég vinn oft með:


