Copyright Ragnar Stefánsson 2025. All Rights Reserved
Hjálp til sjálfshjálpar

Ragnar Stefánsson netsálfræðingur

Yfir 40 ára reynsla

Markviss aðstoð, skjótari árangur

Meðferðir
Hafðu samband
Hjálp til sjálfshjálpar

Ragnar Stefánsson netsálfræðingur

Yfir 40 ára reynsla

Markviss aðstoð, skjótari árangur

Meðferðir
Hafðu samband

Þú hefur þegar allt sem þú þarft –
mitt hlutverk er að hjálpa þér að uppgötva það.

Velkomin

Ég er löggiltur sálfræðingur, cand.psych. frá Háskólanum í Árósum, með yfir 43 ára reynslu af meðferð og mannlegum samskiptum. Í 22 ár rak ég mína eigin stofu í Danmörku, en í dag einbeiti ég mér alfarið að fjarviðtölum, sem gefa þér tækifæri til að fá faglegan stuðning – hvar sem þú ert staddur/stödd.

Ég vinn meðal annars með kvíða, þunglyndi, streitu, erfið tímabil í lífinu, para/hjónavandamál, lágt sjálfsmat – eða annað sem þér finnst kannski erfitt að koma orðum að. Ég kýs að hafa meðferðina stutta og beinskeytta en laga hana alltaf að þínum þörfum. Sú aðferðafræði sem ég nota byggir á vísindalegum grunni og einkennist einnig af dýpri áhuga á sjálfsmynd og sjálfsskilningi. Þér er hjartanlega velkomið að hafa samband við mig.

Opna samskiptaeyðublað

Fyrsta samtal án endurgjalds

Þér er velkomið að hafa samband við mig og fá 10-15 mínútna spjall án endurgjalds. Þannig færðu mynd af því hvort við náum góðum tengslum og hvort samtalsmeðferð á netinu sé rétta leiðin fyrir þig.

Bókaðu fyrsta samtal án endurgjalds

Stutt kynning

Ég hef unnið við sálfræðimeðferð og mannþroska í yfir fjóra áratugi. Mín eigin vegferð hófst þegar ég, sem ungur maður, gekkst undir sálfræðimeðferð og hóf að hugleiða. Í dag bý ég á Indlandi, þar sem ég hef kosið einfaldara líf með meiri einbeitingu að hugleiðslu og dýpri skilningi á mannlegu eðli. Þessari innsýn vil ég gjarnan deila með öðrum.

Lesa meira um Ragnar

Ég bý ekki yfir lausn, heldur leið.

Að eiga heimili í sjálfum sér

Við finnum ekki heimili fyrir sjálfið fyrr en við leitum inn á við.

Margt fólk þráir einhvers konar breytingu í lífið. Frið, gagnsæi og ró. Oft beinist leitin að þessum eiginleikum þó út á við; í samskiptum, vinnu, stöðu og frammistöðu. Hamingjan virðist rétt innan seilingar ef við bara náum næsta markmiði, ef við getum gert enn betur á einhverju sviði eða náð betri stjórn á hlutunum.

Hver er þó hin raunverulega rót vandans?

Við höfum misst tengslin við þann stað innra með okkur þar sem þegar ríkir ró. Við höfum tileinkað okkur það sem aðrir hafa að segja um:
að við séum ekki nógu góð,
að við séum gagnslaus ef við skilum ekki alltaf toppframmistöðu,
að við verðum að fela viðkvæmni okkar,
að við verðum að vera eitthvað ákveðið til þess að eiga skilið ást og umhyggju annarra.

Við eyðum gríðarlegri orku í að sanna virði okkar með menntun, afrekum, stöðu og velgengni. Það er ekkert að því að leggja sig fram eða gera sitt besta. En ef við förum í gegnum lífið, leitandi að ytri viðurkenningu og staðfestingu á því að við séum nógu góð, leiðir það okkur í ógöngur.
Við þurfum ekki þessa staðfestingu, því við erum nógu góð og þess verð að vera elskuð.

Þú átt skilið góðvild eins og þú ert, óháð útliti, menntun, stöðu eða framkomu.

Þegar við reynum að sanna gildi okkar, staðfestum við ómeðvitað hið gagnstæða:
„Ég verð að sanna að ég eigi góðvild skilið því ég á hana ekki skilið.“

Þannig viðhöldum við neikvæðri sjálfsmynd, jafnvel þegar við náum þeim takmörkum sem við setjum okkur. Grundvallarforsendan er nefnilega ósönn en er sett fram gagnrýnislaust í huga okkar.

Þessu áttum við okkur á þegar við stöldrum við og spyrjum:
Hver er ég á bak við allt þetta?

Lesa um meðferðir

Að eiga heimili í sjálfum sér

Við leitum oft að friði og ró í ytri aðstæðum – í starfi, stöðu eða samskiptum. En raunverulegur friður býr innra með okkur.
Þú ert þegar nóg og þess virði að vera elskuð, eins og þú ert.

Ég fékk meira út úr fyrsta samtalinu mínu við Ragnar en úr þeim níu samtölum sem ég hafði áður átt við annan sálfræðing. Hann er ótrúlega skarpskyggn og kemst vel að kjarna málsins. Ég hef ekki fengið eitt einasta kvíðakast eftir þennan fyrsta tíma.

32 ára maður með ofsakvíðaröskun

Ég opna mig mun meira í samræðum á netinu en ég hefði nokkurn tímann gert ef við værum í sama rými. Ég hef talað um hluti sem ég hef aldrei þorað að deila áður.

55 ára ræstitæknir sem glímir við streitu, kvíða og lágt sjálfsmat

Ragnar er mjög liðlegur og góður í að útskýra hluti svo ég skilji þá – jafnvel þótt hann þurfi að endurtaka þá. Það var öruggt að tala við hann og ég fann að ég mætti ósvikinni ró og góðri nærveru.

36 ára læknir með þunglyndi

Netmeðferð – þægileg og örugg sálfræðimeðferð hvar sem þú ert

Ég býð upp á netmeðferð sem er jafn áhrifarík og hefðbundin samtalsmeðferð en gefur þér sveigjanleika til þess að stunda meðferðina heiman frá þér.

  1. Hvernig virkar þetta?

    Þú færð öruggan tengil á dulkóðað myndsamtalskerfi og skráir þig inn á svæðið á einfaldan hátt

  2. Af hverju að velja netmeðferð?

    Netmeðferð hefur reynst jafnáhrifarík og meðferð á stofu

  3. Hverjir eru kostirnir við netmeðferð?

    Netmeðferð hentar frábærlega fyrir fólk sem býr ekki í nálægð við sálfræðistofu, er upptekið flesta daga eða upplifir kvíða eða annars konar tilfinningar sem valda erfiðleikum með að mæta á stofu

  4. Hentar netmeðferð öllum?

    Fólk með alvarlega geðsjúkdóma eða geðástand á borð við geðrof eða sjálfsvígshugsanir ætti frekar að fá tíma á stofu hjá sálfræðingi, geðlækni eða lækni.

Lestu meira um netmeðferð

Hagnýtar upplýsingar

  • Hvert viðtal (50 mínútur) kostar kr. 20.000-.
  • Greiðsla fyrir viðtöl fer fram með millifærslu að samtali loknu.
  • Greiðsla þarf að hafa borist fyrir næsta áætlaða viðtal.
  • Tilkynna skal um afbókanir eigi síðar en klukkan 16:00 daginn fyrir pantað samtal.
  • Ef afbókun berst seint eða ef skjólstæðingur mætir ekki verður fullt gjald innheimt.
  • Fyrsta viðtal (10-15 mínútur) er án endurgjalds.
Lesa nánar um skilmála

Lífið leiðir okkur í margar áttir en mikilvægast er alltaf að rata aftur heim að okkur sjálfum.

Lífið leiðir okkur í margar áttir en mikilvægast er alltaf að rata aftur heim að okkur sjálfum.

Samskiptaeyðublað

Hefurðu spurningar sem ekki hefur verið svarað hér eða viltu bóka tíma eða fyrsta samtal? Sendu mér skilaboð hér – ég svara þér eins fljótt og auðið er. 

Nafn

© 2025 Ragnar Stefánsson · Psykologisk Klinik

Privacy Settings
We use cookies to enhance your experience while using our website. If you are using our Services via a browser you can restrict, block or remove cookies through your web browser settings. We also use content and scripts from third parties that may use tracking technologies. You can selectively provide your consent below to allow such third party embeds. For complete information about the cookies we use, data we collect and how we process them, please check our Privacy Policy
Youtube
Consent to display content from - Youtube
Vimeo
Consent to display content from - Vimeo
Google Maps
Consent to display content from - Google