Stutt kynning
Ég hef unnið við sálfræðimeðferð og mannþroska í yfir fjóra áratugi. Mín eigin vegferð hófst þegar ég, sem ungur maður, gekkst undir sálfræðimeðferð og hóf að hugleiða. Í dag bý ég á Indlandi, þar sem ég hef kosið einfaldara líf með meiri einbeitingu að hugleiðslu og dýpri skilningi á mannlegu eðli. Þessari innsýn vil ég gjarnan deila með öðrum.
Netmeðferð – þægileg og örugg sálfræðimeðferð hvar sem þú ert
Ég býð upp á netmeðferð sem er jafn áhrifarík og hefðbundin samtalsmeðferð en gefur þér sveigjanleika til þess að stunda meðferðina heiman frá þér.
Hvernig virkar þetta?
Þú færð öruggan tengil á dulkóðað myndsamtalskerfi og skráir þig inn á svæðið á einfaldan hátt
Af hverju að velja netmeðferð?
Netmeðferð hefur reynst jafnáhrifarík og meðferð á stofu
Hverjir eru kostirnir við netmeðferð?
Netmeðferð hentar frábærlega fyrir fólk sem býr ekki í nálægð við sálfræðistofu, er upptekið flesta daga eða upplifir kvíða eða annars konar tilfinningar sem valda erfiðleikum með að mæta á stofu
Hentar netmeðferð öllum?
Fólk með alvarlega geðsjúkdóma eða geðástand á borð við geðrof eða sjálfsvígshugsanir ætti frekar að fá tíma á stofu hjá sálfræðingi, geðlækni eða lækni.

Hagnýtar upplýsingar
- Hvert viðtal (50 mínútur) kostar kr. 20.000-.
- Greiðsla fyrir viðtöl fer fram með millifærslu að samtali loknu.
- Greiðsla þarf að hafa borist fyrir næsta áætlaða viðtal.
- Tilkynna skal um afbókanir eigi síðar en klukkan 16:00 daginn fyrir pantað samtal.
- Ef afbókun berst seint eða ef skjólstæðingur mætir ekki verður fullt gjald innheimt.
- Fyrsta viðtal (10-15 mínútur) er án endurgjalds.



