Val í lífinu og tilvistarspurningar
Af og til á ferð okkar í gegnum lífið gerist það að við stöldrum við og sjáum þá að eitthvað í lífi okkar hefur misst merkingu sína eða þá að erfiðleikar koma upp og hrista upp í þeim skilningi sem við höfum hingað til haft á lífinu og okkur sjálfum. Á slíkum tímum geta djúpar spurningar vaknað:
- Hver er ég — á bak við framhliðina, hlutverk mín og væntingar?
- Hvað er mér raunverulega einhvers virði?
- Er ég á leið í þá átt sem mér finnst rétt??
Þótt erfiðleikar séu oft sársaukafullir og yfirþyrmandi, þá fela þeir einnig í sér tækifæri til innsýnar og vaxtar. Þeir geta gefið okkur kjörið tækifæri til þess að líta inn á við; brjóta upp gömul mynstur og enduruppgötva sjálfið. Í samtölunum getum við skoðað:
- Þær tilfinningar og hugsanir sem vaknað hafa við núverandi aðstæður þínar
- Hvernig þú getir komist yfir efasemdir, óvissu eða ákvarðanir um lífið
- Hverju gæti reynst nauðsynlegt sleppa svo eitthvað nýtt geti sprottið
Mín eigin vegferð hófst á svipuðum spurningum. Strax sem ungur maður fékk ég áhuga á sjálfsskilningi og dýpri skilningi á lífinu. Sú leit leiddi mig að hugleiðslu og til Indlands, þar sem ég bý nú stærstan hluta ársins. Hér skoða ég sjónarmiðin sem Advaita Vedanta, meðal annarra, bendir á: Að finna það sem hefur alltaf verið til staðar á bak við hugsanir, sjálfsmynd og lífsaðstæður. Þú þarft ekki að hafa svör á reiðum höndum. Í samtölum okkar skoðum við í sameiningu það sem býr innra með þér.
Samskiptaeyðublað
Hefurðu spurningar sem ekki hefur verið svarað hér eða viltu bóka tíma? Sendu mér skilaboð hér – ég svara þér eins fljótt og auðið er.


