Meðvirkni
Hvað er meðvirkni?
Meðvirkni er hegðunarmynstur þar sem þú setur þarfir annarra ofar þínum eigin, oft á kostnað eigin vellíðunar.
Meðvirk samskipti þróast oft í fjölskyldum eða samböndum þar sem fíkn, veikindi, óstöðugleiki eða stjórnun er til staðar og getur gert fólki erfitt að setja mörk, standa með sér og byggja upp heilbrigð sambönd.
.
Dæmigerð einkenni meðvirkni
- Þú reynir stöðugt að þóknast öðrum, líka þegar það gengur gegn þínum eigin vilja.
- Þú átt erfitt með að segja nei eða setja mörk.
- Sjálfsálit þitt tengist því hversu vel þér tekst að láta öðrum líða vel.
- Þú upplifir kvíða, sektarkennd eða tómleika án ástæðu.
- Þú átt erfitt með að vera ein/n eða óttast höfnun.
Afleiðingar
Meðvirkni getur viðhaldið óheilbrigðum samböndum og aukið hættuna á kulnun, óánægju og þunglyndi.
Samhliða getur hún viðhaldið lágu sjálfsmati og gert þér erfitt að ná eigin markmiðum vegna þess að orka og athygli beinist stöðugt að öðru fólki.
Þetta lokar á þau tækifæri sem annars gefast til þess að kynnast sjálfum sér og þróa sterka sjálfsmynd.
Meðferðarvinnann
Í samtalsmeðferð vinnum við að því að:
-
Greina og skilja þau meðvirknismynstur sem eru til staðar í lífi þínu
-
Byggja upp sjálfsálit og sjálfstraust
-
Læra að setja heilbrigð mörk
-
Byggja upp sambönd út frá jafnvægi og gagnkvæmri virðingu
-
Enduruppgötva eigin þarfir og langanir
-
Læra að setja þig í forgang og taka tilfinningar þínar og þarfir alvarlega
Möguleikinn á breytingum
Þú þarft ekki að halda áfram að lifa í þessu mynstri. Með réttum stuðningi geturðu brotist út úr vítahringnum og byggt upp líf þar sem þú missir ekki sjónar af sjálfum þér.
Samskiptaeyðublað
Hefurðu spurningar sem ekki hefur verið svarað hér eða viltu bóka tíma eða fyrsta samtal? Sendu mér skilaboð hér – ég svara þér eins fljótt og auðið er.


