Copyright Ragnar Stefánsson 2025. All Rights Reserved

Val í lífinu og tilvistarspurningar

Af og til á ferð okkar í gegnum lífið gerist það að við stöldrum við og sjáum þá að eitthvað í lífi okkar hefur misst merkingu sína eða þá að erfiðleikar koma upp og hrista upp í þeim skilningi sem við höfum hingað til haft á lífinu og okkur sjálfum. Á slíkum tímum geta djúpar spurningar vaknað:

  • Hver er ég — á bak við framhliðina, hlutverk mín og væntingar?
  • Hvað er mér raunverulega einhvers virði?
  • Er ég á leið í þá átt sem mér finnst rétt??

Þótt erfiðleikar séu oft sársaukafullir og yfirþyrmandi, þá fela þeir einnig í sér tækifæri til innsýnar og vaxtar. Þeir geta gefið okkur kjörið tækifæri til þess að líta inn á við; brjóta upp gömul mynstur og enduruppgötva sjálfið. Í samtölunum getum við skoðað:

  • Þær tilfinningar og hugsanir sem vaknað hafa við núverandi aðstæður þínar
  • Hvernig þú getir komist yfir efasemdir, óvissu eða ákvarðanir um lífið
  • Hverju gæti reynst nauðsynlegt sleppa svo eitthvað nýtt geti sprottið

Mín eigin vegferð hófst á svipuðum spurningum. Strax sem ungur maður fékk ég áhuga á sjálfsskilningi og dýpri skilningi á lífinu. Sú leit leiddi mig að hugleiðslu og til Indlands, þar sem ég bý nú stærstan hluta ársins. Hér skoða ég sjónarmiðin sem Advaita Vedanta, meðal annarra, bendir á: Að finna það sem hefur alltaf verið til staðar á bak við hugsanir, sjálfsmynd og lífsaðstæður. Þú þarft ekki að hafa svör á reiðum höndum. Í samtölum okkar skoðum við í sameiningu það sem býr innra með þér.

„Hver er ég?“ er ekki spurning sem er svarað með hugsunum. Hún er boð um að líta inn á við og uppgötva að það sem þú leitar að sé til staðar þrátt fyrir allt – á bak við hugsanir þínar, á bak við hlutverk þín, á bak við sjálfsmynd þína.

 

Samskiptaeyðublað

Hefurðu spurningar sem ekki hefur verið svarað hér eða viltu bóka tíma? Sendu mér skilaboð hér – ég svara þér eins fljótt og auðið er.

Nafn
Privacy Settings
We use cookies to enhance your experience while using our website. If you are using our Services via a browser you can restrict, block or remove cookies through your web browser settings. We also use content and scripts from third parties that may use tracking technologies. You can selectively provide your consent below to allow such third party embeds. For complete information about the cookies we use, data we collect and how we process them, please check our Privacy Policy
Youtube
Consent to display content from - Youtube
Vimeo
Consent to display content from - Vimeo
Google Maps
Consent to display content from - Google